Fara beint í Meginmál

Peningamál 2025/3 í hnotskurn

Hagvaxtarhorfur í helstu viðskiptalöndum hafa heldur batnað frá því í maíspá Peningamála. Hagvöxtur var lítillega meiri á fyrsta ársfjórðungi en gert var ráð fyrir í maí og mældist ríflega 1,8% að meðaltali.

21. ágúst 2025

Kalkofninum er ritstýrt af varaseðlabankastjórum Seðlabanka Íslands. Markmiðið með útgáfunni er að:

  • Stuðla frekar að vandaðri og upplýstri umræðu um málefnasvið Seðlabankans
  • Auka framboð á aðgengilegu efni um starfsemi og verkefni bankans.
  • Vekja athygli á útgáfum bankans og því sem efst er á baugi hverju sinni
  • Vera vettvangur þar sem stjórnendur og annað starfsfólk geta sett fram áhugavert efni sem tengist sérsviði þeirra innan bankans og á erindi við almenning.

Greinar sem birtast í Kalkofninum þurfa ekki að endurspegla stefnu Seðlabanka Íslands.

78 niðurstöður
Fjöldi á síðu

Peningamál í hnotskurn

Alþjóðlegur hagvöxtur hefur gefið eftir í kjölfar mikilla kostnaðarhækkana og hækkunar framfærslukostnaðar heimila. Líkt og í ágúst er spáð að hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum verði um 1% í ár og á næsta ári. Horfur eru jafnframt á áframhaldandi hjöðnun alþjóðlegrar verðbólgu. Undirliggjandi verðbólga hefur þó minnkað hægar og útlit fyrir að vextir helstu seðlabanka heimsins haldist áfram háir.

22. nóvember 2023

Fjármálastöðugleiki í hnotskurn

Aðhald peningastefnunnar hefur að undanförnu verið hert frekar, bæði hér á landi og erlendis, til að vinna gegn þrálátri verðbólgu. Aukið aðhald hefur hægt á hagkerfum heimsins sem meðal annars hefur komið fram í lækkandi eignaverði. Einnig hefur hægt á hagvexti hér á landi en hann er þó enn umtalsverður, enda mikil eftirspurn eftir helstu útflutningsafurðum Íslands. Hagvaxtarhorfur hafa versnað og spár benda til að það dragi úr hagvexti á seinni hluta þessa árs og því næsta.

21. september 2023

Af hverju taka ekki allir þátt? - Greining á þátttöku í viðbótarlífeyrissparnaði

Rannsókn okkar á þátttöku í viðbótarlífeyrissparnaði sýndi að kyn, tekjur, menntun og ríkisfang hafa áhrif á það hversu líklegt er að fólk taki þátt. Konur taka meiri þátt en karlar og þá er þátttakan meiri hjá þeim sem eru með hærri tekjur og meiri menntun.

7. september 2023

Peningamál í hnotskurn

Hægt hefur á hagvexti í helstu viðskiptalöndum Íslands en þó minna en gert var ráð fyrir í maíspá Peningamála. Horfur eru þó áfram á litlum hagvexti í ár og á næsta ári eða um 1% á ári. Lækkun orkuverðs gerir það að verkum að almenn verðbólga hefur minnkað í þróuðum ríkjum en undirliggjandi verðbólga hefur reynst mun þrálátari þrátt fyrir töluverða hækkun vaxta helstu seðlabanka heimsins.

23. ágúst 2023

Heimsfaraldur og húsnæðisverð á Íslandi

Í kjölfar þess að heimsfaraldurinn knúði dyra hér á landi í upphafi árs 2020 hélt Seðlabankinn áfram að lækka vexti en þó í stærri skrefum en í lækkunarferlinu sem hófst árið áður. Tilgangurinn var að örva eftirspurn í hagkerfinu og vega þannig á móti neikvæðum efnahagsáhrifum sem hlutust af sóttvarnaraðgerðum í faraldrinum.

16. ágúst 2023

Mat á styrk og heilbrigði fjármálakerfisins

Í samtengdu og víðfeðmu alþjóðlegu fjármálakerfi er mikilvægt að tryggja stöðugleika þess og viðnámsþrótt. Til að vinna að þessu markmiði hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (International Monetary Fund, IMF) þróað úttekt til að meta styrk og heilbrigði fjármálakerfa einstakra landa. Úttekt sjóðsins kallast Financial Sector Assessment Program (FSAP) og gegnir hún mikilvægu hlutverki við að standa vörð um styrk og stöðugleika alþjóðlega fjármálakerfisins.

31. júlí 2023

Greiðslubyrði heimila

Vaxandi greiðslubyrði heimila af fasteignalánum, samhliða hækkandi meginvöxtum Seðlabankans, er um þessar mundir áberandi umfjöllunarefni í opinberri umræðu. Þetta er mikilvæg umræða og nauðsynlegt að hún sé byggð á hlutlægum gögnum um greiðslubyrði og stöðu heimila. Enda skiptir fjárhagsstaða heimila verulegu máli fyrir fjármálastöðugleika.

19. júní 2023

Hlutverk og starfsemi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Starfsemi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er gjarnan skipt í þrjá meginþætti. Í fyrsta lagi eftirlit með efnahagsmálum aðildarlanda sjóðsins og alþjóðahagkerfinu í heild, í öðru lagi lánveitingar til aðildarríkja í greiðsluerfiðleikum og í þriðja lagi tæknilega aðstoð við aðildarríkin. Þá hefur sjóðurinn lagt sífellt meiri áherslu á að veita tekjulægstu aðildarríkjunum bæði fjárhagslega og tæknilega aðstoð. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur komið aðildarlöndum til aðstoðar með margvíslegum hætti á undanförnum árum, m.a. í kjölfar COVID-kreppunnar, með neyðarfjármögnun og sögulegri úthlutun sérstakra dráttarréttinda (SDR).

13. júní 2023

Gjaldeyrismarkaður á Íslandi

Mikilvægi gjaldeyrismarkaða og gengi gjaldmiðla verður seint of mikils metið. Gjaldeyrismarkaðir hafa það hlutverk að mynda verð á ólíkum gjaldmiðlum með tilliti til hver annars og auðvelda miðlun gjaldeyris milli þeirra sem vilja kaupa og selja – og greiða þannig götu milliríkjaviðskipta með vörur, þjónustu og fjármagn um allan heim. Á Íslandi fara fram skipti á íslenskum krónum fyrir erlendan gjaldeyri, en ekki er þó öllum ljóst hvernig innlendur gjaldeyrismarkaður virkar í reynd og hvernig gengi krónunnar er ákvarðað. Í þessari grein er grundvallaratriðum í umgjörð gjaldeyrisviðskipta hér á landi lýst.

2. júní 2023

Peningamál í hnotskurn

Þótt hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum hafi gefið eftir undanfarið hefur hann reynst þróttmeiri en gert var ráð fyrir í febrúarspá Peningamála. Hagvaxtarhorfur fyrir þetta ár hafa því heldur batnað. Áfram er þó gert ráð fyrir slökum hagvexti í ár og á næsta ári eða um 1% að meðaltali á ári. Alþjóðleg verðbólga hefur hjaðnað en undirliggjandi verðbólga er áfram mikil sem bendir til þess að enn sé nokkuð í land að koma mældri verðbólgu niður í markmið.

24. maí 2023