Eitt af meginmarkmiðum Seðlabanka Íslands er að stuðla að stöðugu, öruggu og virku fjármálakerfi. Fjármálastöðugleiki ríkir þegar ekki er rof eða veruleg truflun á starfsemi fjármálakerfisins og það býr yfir nægum viðnámsþrótti til að þola áföll og ójafnvægi án þess að veruleg neikvæð áhrif verði í miðlun fjármagns, miðlun greiðslna og dreifingu áhættu. Heilbrigt fjármálakerfi er nauðsynleg forsenda stöðugleika, hagvaxtar og virkrar stefnu í peningamálum. Ársfjórðungslega er framkvæmd ítarleg úttekt á þjóðhagslegu umhverfi, fjármálamörkuðum og fjármálastofnunum. Tvisvar á ári eru niðurstöðurnar birtar í ritinu Fjármálastöðugleiki.
- Fjármálaeftirlitsnefnd
- Um fjármálaeftirlit
- Eftirlitsskyld starfsemi
- Eftirlit með aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
- Stafrænn viðnámsþróttur á fjármálamarkaði (DORA)
- Lykilupplýsingaskjöl
- Fjármálafyrirtæki
- Lífeyrismarkaður
- Vátryggingastarfsemi
- Verðbréfamarkaður og sjóðir
- Markaðir með sýndareignir og MiCA
- Aðrir markaðir