Fara beint í Meginmál

Seðlabanki Íslands hefur eftirlit með starfsemi fjármálafyrirtækja, vátryggingafélaga, lífeyrissjóða og annarra fyrirtækja á fjármálamarkaði, sbr. 2. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Meðal annarra fyrirtækja á fjármálamarkaði teljast:

  • Rafeyrisfyrirtæki og greiðsluþjónusta
  • Tryggingarsjóður vegna fjármálafyrirtækja
  • Gjaldeyrisskiptaþjónusta
  • Þjónustuveitendur sýndareigna
  • Innheimtuaðilar
Eftirlitsskyld starfsemi

Seðlabanki Íslands hefur eftirlit með starfsemi rafeyrisfyrirtækja og framkvæmd greiðsluþjónustulaga.

Seðlabanki Íslands hefur eftirlit með starfsemi Tryggingarsjóðs vegna fjármálafyrirtækja. Markmið Tryggingarsjóðsins er að veita innstæðueigendum og viðskiptavinum fjármálafyrirtækja lágmarksvernd vegna greiðsluerfiðleika fjármálafyrirtækja.

Seðlabanki Íslands hefur eftirlit með starfsemi gjaldeyrisskiptaþjónustu. Með gjaldeyrisskiptaþjónustu er átt við starfsemi þar sem í atvinnuskyni fara fram kaup og sala innlends og erlends gjaldeyris.

Seðlabanki Íslands hefur eftirlit með starfsemi þjónustuveitenda sýndareigna.

Seðlabanki Íslands hefur eftirlit með innheimtuaðilum. Með innheimtuaðila er átt við einstakling eða lögaðila sem annast innheimtu, þ.m.t. vörslusviptingu.