Fara beint í Meginmál

Peningamál 2025/3 í hnotskurn

Hagvaxtarhorfur í helstu viðskiptalöndum hafa heldur batnað frá því í maíspá Peningamála. Hagvöxtur var lítillega meiri á fyrsta ársfjórðungi en gert var ráð fyrir í maí og mældist ríflega 1,8% að meðaltali.

21. ágúst 2025

Kalkofninum er ritstýrt af varaseðlabankastjórum Seðlabanka Íslands. Markmiðið með útgáfunni er að:

  • Stuðla frekar að vandaðri og upplýstri umræðu um málefnasvið Seðlabankans
  • Auka framboð á aðgengilegu efni um starfsemi og verkefni bankans.
  • Vekja athygli á útgáfum bankans og því sem efst er á baugi hverju sinni
  • Vera vettvangur þar sem stjórnendur og annað starfsfólk geta sett fram áhugavert efni sem tengist sérsviði þeirra innan bankans og á erindi við almenning.

Greinar sem birtast í Kalkofninum þurfa ekki að endurspegla stefnu Seðlabanka Íslands.

78 niðurstöður
Fjöldi á síðu

Innlendar birgðir – týndi hlekkur íslenskra þjóðhagsreikninga?

Þjóðhagsreikningar Hagstofu Íslands taka saman og mæla umfang efnahagsumsvifa og eru ein mikilvægasta uppspretta upplýsinga um stöðu þjóðarbúsins sem liggja til grundvallar við mat á efnahagshorfum og við hagstjórnarákvarðanir.

14. júní 2022

Verðbólguhorfur hafa versnað og mikilvægt að bregðast ákveðið við

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað á fundi sínum 4. maí sl. að hækka vexti bankans um 1 prósentu í 3,75%. Vextir eru því orðnir 1 prósentu hærri en þeir voru áður en COVID-19-faraldurinn barst til landsins í lok febrúar 2020. Þeir eru þó enn 0,75 prósentum lægri en þeir voru þegar vaxtalækkunarferlið hófst í maí 2019 vegna efnahagsáfalla sem þá dundu á þjóðarbúinu í kjölfar samdráttar í ferðaþjónustu eftir fall flugfélagsins WOW Air og minni útflutnings sjávarafurða vegna loðnubrests.

10. júní 2022

Aukin fylgni á verði innlendra og erlendra hlutabréfa

Það sem af er ári hefur verð hlutabréfa lækkað töluvert víða enda hefur vaxandi verðbólga og aukið peningalegt taumhald seðlabanka breytt umhverfi fjárfesta.

2. júní 2022

Af hverju er húsnæðiskostnaður hluti af vísitölu neysluverðs?

Húsnæðisverð hefur hækkað töluvert undanfarin misseri og nam árshækkun á landinu öllu rúmlega 19% í apríl sl. Skýringuna má m.a. rekja til lágra vaxta og mikillar hækkunar ráðstöfunartekna sem gerðu mörgum kleift að fjárfesta í húsnæði undanfarin ár.

25. maí 2022

Peningamál í hnotskurn

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, stiklar á stóru um efni nýútkominna Peningamála.

5. maí 2022

Aukin óvissa um þróunina næstu mánuði vegna innrásar Rússa í Úkraínu

Seðlabanki Íslands gaf nýlega út ritið Fjármálastöðugleiki 2022/1. Ritið kemur út tvisvar á ári. Því er meðal annars ætlað að stuðla að upplýstri umræðu um styrk- og veikleika fjármálakerfisins og áhættu sem því kann að vera búin bæði af þjóðhagslegum og rekstrarlegum toga.

17. mars 2022

Greiðsluráð – vettvangur fyrir greiðslumiðlun og fjármálainnviði

Undanfarin ár hafa Seðlabanki Íslands, kerfislega mikilvægir bankar og Reiknistofa bankanna unnið að endurskipulagningu fjármálainnviða, m.a. á grundvelli tillagna sem settar voru fram í Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið frá 2018.1 Markmið endurskipulagningarinnar er að ná fram auknu öryggi, skilvirkni og hagkvæmni í rekstri og þróun sameiginlegra kerfa í fjármálakerfinu.

25. febrúar 2022

Peningamál í hnotskurn

Kröftugur efnahagsbati var í helstu viðskiptalöndum fram eftir síðasta ári. Bakslag í þróun farsóttarinnar og áframhaldandi neikvæð áhrif alþjóðlegra framboðshnökra gerðu það hins vegar að verkum að hægja tók á hagvexti undir lok ársins og enn frekar það sem af er nýju ári. Horfur eru því á heldur minni hagvexti í ár í helstu viðskiptalöndum en spáð var í Peningamálum í nóvember. Alþjóðleg verðbólga hefur jafnframt aukist mun meira en áður var spáð.

9. febrúar 2022

Til hvers eru aðgerðir gegn peningaþvætti?

Varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka gegna mikilvægu hlutverki við að stemma stigu við efnahagsbrotum og skipulagðri brotastarfsemi í samfélaginu.

1. febrúar 2022

Áhrif hækkunar lífaldurs á lífeyrisréttindi

Á síðustu áratugum hefur lífaldur í hinum vestræna heimi hækkað samhliða tækniframförum og bættum lífsgæðum. Þessi jákvæða þróun hefur í för með sér margs konar samfélagslegar áskoranir sem m.a. tengjast lífeyriskerfinu.

18. janúar 2022