Fara beint í Meginmál

Gullhúðun löggjafar á fjármálamarkaði

Gullhúðun löggjafar hefur á síðustu misserum verið töluvert til umræðu, bæði hér á landi og annars staðar í Evrópu. Í Evrópu hefur umræðan m.a. verið tengd við samkeppnishæfni álfunnar en framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birti í lok janúar á þessu ári Samkeppnisáttavita fyrir ESB þar sem kallað er eftir því að Evrópa grípi þegar í stað til aðgerða til að endurheimta samkeppnisstöðu sína og tryggja velsæld.

6. október 2025

Kalkofninum er ritstýrt af varaseðlabankastjórum Seðlabanka Íslands. Markmiðið með útgáfunni er að:

  • Stuðla frekar að vandaðri og upplýstri umræðu um málefnasvið Seðlabankans
  • Auka framboð á aðgengilegu efni um starfsemi og verkefni bankans.
  • Vekja athygli á útgáfum bankans og því sem efst er á baugi hverju sinni
  • Vera vettvangur þar sem stjórnendur og annað starfsfólk geta sett fram áhugavert efni sem tengist sérsviði þeirra innan bankans og á erindi við almenning.

Greinar sem birtast í Kalkofninum þurfa ekki að endurspegla stefnu Seðlabanka Íslands.

82 niðurstöður
Fjöldi á síðu

Sviðsmyndagreiningar vegna loftslagsáhættu

Loftslagsbreytingar og aðgerðir til að bregðast við þeim munu hafa veruleg áhrif á hag- og fjármálakerfið á næstu árum. Á næsta ári hyggst Seðlabanki Íslands gera sviðsmyndagreiningu til að skoða möguleg áhrif lofslagsáhættu á innlent fjármálakerfi. Fjármálakerfið verður ekki aðeins fyrir margvíslegum óæskilegum áhrifum af loftslagsbreytingum heldur geta fyrirtæki á fjármálamarkaði orðið hluti af lausninni með því að fjármagna verkefni sem draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.

Þessi grein fjallar um leiðir til að meta þróun loftslagsáhættu og áskoranir sem stjórnvöld um allan heim standa frammi fyrir við mat á raunhæfum forsendum.

28. september 2021

Kalkofninum fylgt úr hlaði

Í dag ræsum við Kalkofninn, nýjan vettvang fyrir stuttar og aðgengilegar greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands.

28. september 2021