Fara beint í Meginmál

Peningamál 2025/3 í hnotskurn

Hagvaxtarhorfur í helstu viðskiptalöndum hafa heldur batnað frá því í maíspá Peningamála. Hagvöxtur var lítillega meiri á fyrsta ársfjórðungi en gert var ráð fyrir í maí og mældist ríflega 1,8% að meðaltali.

21. ágúst 2025

Kalkofninum er ritstýrt af varaseðlabankastjórum Seðlabanka Íslands. Markmiðið með útgáfunni er að:

  • Stuðla frekar að vandaðri og upplýstri umræðu um málefnasvið Seðlabankans
  • Auka framboð á aðgengilegu efni um starfsemi og verkefni bankans.
  • Vekja athygli á útgáfum bankans og því sem efst er á baugi hverju sinni
  • Vera vettvangur þar sem stjórnendur og annað starfsfólk geta sett fram áhugavert efni sem tengist sérsviði þeirra innan bankans og á erindi við almenning.

Greinar sem birtast í Kalkofninum þurfa ekki að endurspegla stefnu Seðlabanka Íslands.

78 niðurstöður
Fjöldi á síðu

Nóbelsverðlaun í hagfræði veitt fyrir nýjar aðferðir við að greina orsakasamband

Nóbelsverðlaun í hagfræði eru veitt fyrir framúrskarandi verk sem hafa mikla þýðingu á fræðasviðinu. Í ár fá þrír hagfræðingar verðlaunin fyrir að þróa nýjar aðferðir til að greina orsakasambönd í samfélaginu. Aðferðin sem verðlaunahafarnir þróuðu hefur verið kennd við náttúrulegar tilraunir (e. natural experiment). Hún felst í því að greina áhrif einstaks þáttar með því að skoða áhrifin þegar viðkomandi þætti er breytt fyrir einn hóp en ekki fyrir annan hóp sem gert er ráð fyrir að sé sambærilegur.

15. desember 2021

Hvað er peningaþvætti?

Í einföldu máli er talað um að þvætta peninga þegar illa fengið fé er látið líta út fyrir að vera löglega fengið. Tilgangur peningaþvættis er að fela slóð illa fengins fjár til þess að brotamenn geti nýtt þá í einkaneyslu eða fjárfestingar.

7. desember 2021

2020: Hverju var bankinn að spá?

„Þrátt fyrir vaxandi áhyggjur af áhrifum útbreiðslu nýrrar veirusýkingar í Kína hefur óvissa um alþjóðlegar efnahagshorfur minnkað frá því í nóvember…“. Þannig hljómaði fyrsta umfjöllun Seðlabankans um COVID-19-farsóttina sem birt var í febrúarhefti Peningamála í byrjun árs 2020. Fáa óraði þá fyrir hvaða afleiðingar farsóttin myndi hafa og að hún myndi lita alla efnahagsumfjöllun til dagsins í dag.

6. desember 2021

Hvað gera heimilin við hinn mikla sparnað sem hefur byggst upp í farsóttinni?

Sparnaður heimila jókst verulega í kjölfar þess að farsóttin barst til landsins snemma á síðasta ári. Óvissa um atvinnu- og efnahagshorfur jókst mikið og víðtækar sóttvarnaraðgerðir gerðu það að verkum að heimilin höfðu ekki aðgang að ýmiss konar þjónustu sem þau hefðu ella keypt.

26. nóvember 2021

Hver yrðu möguleg áhrif þess ef alþjóðlegar verðhækkanir reynast þrálátari en nýjasta grunnspá Seðlabankans gerir ráð fyrir?

Alþjóðleg verðbólga hefur aukist töluvert undanfarið. Það má rekja til þess að eftirspurn hefur aukist hratt á sama tíma og flöskuhálsar hafa myndast í virðiskeðjum um allan heim vegna farsóttarinnar og ýmissa framboðsáfalla sem dunið hafa á heimsbúskapnum undanfarið ár.

24. nóvember 2021

Peningamál í hnotskurn

Alþjóðlegur hagvöxtur reyndist meiri á fyrri árshelmingi en gert var ráð fyrir í ágústspá Peningamála en útlit er fyrir að hann verði lakari á seinni hluta ársins. Þar vega þungt áhrif viðvarandi framboðshnökra sem koma m.a. fram í skorti á íhlutum í framleiðslu fjölda iðnvara og flöskuhálsum í vöruflutningum.

18. nóvember 2021

Almennir fjárfestar leita í áhættusamari eignir

Mikil breyting hefur orðið á þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði undanfarin ár. Hlutabréfaeign landsmanna hefur liðlega tvöfaldast milli áranna 2017 og 2020 og meðalfjöldi daglegra viðskipta á innlendum hlutabréfamarkaði hefur aukist verulega að undanförnu. Þá hefur metþátttaka verið í almennum útboðum hlutabréfa síðastliðin tvö ár. Lágt vaxtastig virðist hafa haft áhrif á eignadreifingu almennra fjárfesta. Hægt hefur á vexti heildareignar almennra fjárfesta í verðbréfasjóðum en töluverður vöxtur hefur orðið á heildareignum í sérhæfðum sjóðum fyrir almenna fjárfesta, sem almennt eru áhættusamari en verðbréfasjóðir.

9. nóvember 2021

Seðlabankar hafa hlutverki að gegna í loftslagsmálum

Network for Greening the Financial System (NGFS) er samtök seðlabanka og fjármálaeftirlita víða um heim sem hafa lýst vilja sínum til að stuðla að bestu framkvæmd áhættustýringar í fjármálageiranum á sviði loftslagsmála og að stuðla að sjálfbærri og umhverfisvænni fjárfestingu. Samtökin birtu í dag yfirlýsingu, NGFS Glasgow Declaration, í tengslum við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Seðlabanki Íslands á aðild að NGFS og birti í dag ásamt öðrum meðlimum samtakanna yfirlýsingu til stuðnings markmiðum NGFS og setti einnig fram sín eigin markmið í tilefni af ráðstefnunni.

3. nóvember 2021

Ný lög um gjaldeyrismál - Höft afnumin en viðbúnaður áfram til staðar

Í sumar tóku gildi ný heildarlög um gjaldeyrismál nr. 70/2021. Með lögunum féllu brott eldri lög um gjaldeyrismál nr. 87/1992, lög um krónueignir sem háðar eru sérstökum takmörkunum (aflandskrónur) nr. 37/2016 sem og ýmsar reglur og reglugerðir sem tengdust fjármagnshöftum. Lögin marka þáttaskil, en með þeim eru síðustu takmarkanir fjármagnshafta sem voru í gildi frá efnahagsáfallinu 2008 úr sögunni.

2. nóvember 2021

Fjártækni og seðlabankar

Hraðfara tækniþróun í fjármálaþjónustu undanfarið hefur getið af sér hugtakið fjártækni (e. FinTech). Engin algild skilgreining er á hugtakinu en það er notað um hvers kyns tækninýsköpun í fjármálaþjónustu sem getur leitt til nýrra viðskiptalíkana, hugbúnaðar, ferla eða vara í greiðsluþjónustu og haft áhrif á fjármálamarkaði og stofnanir og á það hvernig fjármálaþjónusta er veitt. Myntslátta og útgáfa seðla eru dæmi um fyrri tíma fjártækniafurðir en nær í tíma eru útgáfa greiðslukorta og innleiðing hraðbanka. Á tíunda áratug síðustu aldar olli netið byltingu í fjártækni, fyrst með netbönkum og síðar með flóru smáforrita sem nota má til að greiða með. Seðlabankar fylgjast grannt þeirri hröðu þróun sem á sér stað á þessu sviði og leitast við að glöggva sig á tækifærum sem í fjártækni geta falist en einnig áhættu sem henni kunna að fylgja.

26. október 2021