Fara beint í Meginmál

Núverandi nefndarmeðlimir

Ásgeir Jónsson

Formaður peningastefnunefndar frá 20. ágúst 2019 er hann var skipaður seðlabankastjóri. Endurskipaður seðlabankastjóri í ágúst 2024 til fimm ára.

Ásgeir útskrifaðist með BS-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 1997, MS-gráðu frá Indiana University árið 1997 og lauk doktorsprófi frá Indiana University árið 2001.

Ásgeir starfaði um skeið sem hagfræðingur hjá verkalýðsfélaginu Dagsbrún og hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Árið 2004 var hann ráðinn lektor við Hagfræðideild Háskóla Íslands og síðan dósent.. Árið 2015 varð hann deildarforseti Hagfræðideildar Háskóla Íslands. Samhliða störfum sínum við Háskólann starfaði Ásgeir sem efnahagsráðgjafi hjá Virðingu og Gamma ásamt því að vera aðalhagfræðingur Kaupþings og síðan Arion banka á árunum 2004-2011.

Ásgeir var formaður starfshóps um endurskoðun peningastefnu og höfundur skýrslu sem fjallaði um tillögur um umbætur á fjármálamarkaði.

Ásgeir Jónsson

Þórarinn G. Pétursson

Staðgengill formanns peningastefnunefndar frá janúar 2025 er hann var skipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu.

Þórarinn er með Cand. Oecon próf í hagfræði frá Háskóla Íslands, meistarapróf í hagfræði frá Essex-háskóla í Bretlandi og doktorspróf í hagfræði frá Árósa-háskóla í Danmörku.

Þórarinn hóf störf í Seðlabanka Íslands árið 1994. Hann var aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri hagfræði- og peningastefnusviðs frá árinu 2009 og sat í peningastefnunefnd bankans á árunum 2009-2019. Áður starfaði hann m.a. sem forstöðumaður rannsóknar- og spádeildar hagfræðisviðs og sem deildarstjóri hagrannsókna.

Þórarinn G. Pétursson

Ásgerður Ósk Pétursdóttir

Skipuð í peningastefnunefnd í febrúar 2023.

Ásgerður er með BS-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands, MS-gráðu í hagfræði frá UNSW Sydney háskóla og doktorsgráðu í hagfræði frá sama skóla.

Ásgerður er lektor í hagfræði við Háskólann í Bath en var áður aðjúnkt hjá UNSW Sydney háskóla árið 2015 og þar áður var hún í doktorsstarfsnámi hjá seðlabanka Svíþjóðar árið 2013. Á árunum 2010-2014 var hún stundakennari í hagfræði hjá UNSW Sydney. Á árunum 2007-2009 var hún hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands.

Ásgerður Ósk Pétursdóttir

Herdís Steingrímsdóttir

Skipuð í peningastefnunefnd í mars árið 2022.

Herdís útskrifaðist með BS-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2003, MS-gráðu í hagrannsóknum og stærðfræðilegri hagfræði árið 2004 frá London School of Economics og lauk doktorsprófi í hagfræði frá Columbia University í New York árið 2014.

Herdís hefur starfað við hagfræðideild Copenhagen Business School frá árinu 2011, fyrst sem nýdoktor, síðan lektor og svo dósent. Herdís er einnig meðlimur og umsjónarmaður rannsóknarsetra í Kaupmannahöfn.

Herdís Steingrímsdóttir

Tómas Brynjólfsson

Tók sæti í peningastefnunefnd í ágúst 2024 er hann var skipaður varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika.

Tómas lauk meistaragráðu í alþjóðastjórnmálum frá London School of Economics árið 2004 og meistaragráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2003. Þá lauk hann BA-gráðu í alþjóðastjórnmálafræði, sögu og hagfræði við University of Georgia árið 2002.

Tómas var skrifstofustjóri á skrifstofu efnahagsmála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá árinu 2018 og var settur ráðuneytisstjóri frá janúar til apríl 2024. Á árunum 2015-2018 var hann framkvæmdastjóri á skrifstofu þjónustuviðskipta hjá EFTA-skrifstofunni í Brussel og frá 2013-2015 skrifstofustjóri á skrifstofu efnahagsmála og fjármálamarkaða í fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Tómas var varaformaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins á árinu 2015 og stjórnarformaður hjá Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda á árunum 2021-2023.

Tómas Brynjólfsson

Meðlimir peningastefnunefndar frá upphafi

Nefndarmeðlimir PSN frá upphafi
nafntímabilum

Svein Harald Øygard

2009‑2009

Settur seðlabankastjóri og formaður nefndarinnar frá febrúar til ágúst 2009. Starfaði áður m.a. hjá McKinsey & Company, norska fjármálaráðuneytinu, norska verkamannaflokknum og seðlabanka Noregs.

Arnór Sighvatsson

2009‑2018

Aðstoðarseðlabankastjóri og varaformaður nefndarinnar frá febrúar 2009. Endurskipaður til fimm ára árið 2013 til 2018. Lauk doktorsprófi í hagfræði frá Northern Illinois háskóla í Bandaríkjunum árið 1990 og starfaði m.a. hjá Hagstofu Íslands áður en hann réðst til Seðlabankans og var m.a. aðalhagfræðingur bankans og framkvæmdastjóri hagfræðisviðs. Sat tímabundið í peningastefnunefnd á árinu 2024 er hann var settur varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika um nokkurra mánaða skeið.

Anne Sibert

2009‑2012

Skipuð í nefndina í mars 2009 og sat í henni til marsmánaðar 2012. Doktor í hagfræði frá Carnegie-Mellon háskóla í Bandaríkjunum og prófessor við Birkbeck College í Lundúnum.

Gylfi Zoega

2009‑2023

Skipaður í nefndina í mars 2009 og endurskipaður árið 2014 til fimm ára. Doktor í hagfræði frá Columbia háskólanum í New York árið 1993 og prófessor við Háskóla Íslands frá 2002. Gestaprófessor við Birkbeck College í Lundúnum.

Þórarinn G. Pétursson

2009‑2019

Þórarinn er með doktorspróf í hagfræði frá háskólanum í Árósum í Danmörku, hóf störf í Seðlabankanum árið 1994, var aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri hagfræði- og peningastefnusviðs frá árinu 2009.Skipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu í janúar 2025.

Már Guðmundsson

2009‑2019

Seðlabankastjóri frá 2009-2019. M-phil-gráða í hagfræði frá háskólanum í Cambridge í Bretlandi. Aðstoðarframkvæmdastjóri peningamála- og hagfræðisviðs Alþjóðagreiðslubankans í Basel í Sviss frá 2004-2009. Aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri hagfræðisviðs Seðlabankans frá 1994-2004. Efnahagsráðgjafi fjármálaráðherra 1988-1991.

Katrín Ólafsdóttir

2012‑2022

Katrín var skipuð í peningastefnunefnd árið 2012 og endurskipuð í mars árið 2017. Lektor við Háskólann í Reykjavík. Forstöðumaður þjóðhagsspár hjá Þjóðhagsstofnun 1999-2002. Lauk doktorsprófi í hagfræði frá Cornell háskóla í New York árið 2009.

Rannveig Sigurðardóttir

2018‑2024

Skipuð aðstoðarseðlabankastjóri árið 2018 og tók þar með sæti í nefndinni. Skipuð varaseðlabankastjóri peningastefnu frá ársbyrjun 2020. Lauk meistaraprófi í hagfræði frá Gautaborgarháskóla í Svíþjóð. Rannveig var áður hagfræðingur hjá BSRB og ASÍ og starfaði í Seðlabankanum frá 2002..

Ásgeir Jónsson

2019‑

Formaður peningastefnunefndar frá 20. ágúst 2019 er hann var skipaður seðlabankastjóri. Endurskipaður í ágúst 2024 til fimm ára. Lauk doktorsprófi frá Indiana University árið 2001. Árið 2004 var hann ráðinn lektor við Hagfræðideild Háskóla Íslands og síðan dósent. Árið 2015 varð hann deildarforseti Hagfræðideildar Háskóla Íslands. Var aðalhagfræðingur Kaupþings og síðan Arion banka á árunum 2004-2011.

Gunnar Jakobsson

2020‑2024

Gunnar Jakobsson lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1995 og MBA-námi frá Yale háskóla árið 2001. Gegndi m.a. ýmsum störfum og yfirmannsstöðum hjá fjárfestingarbankanum Goldman Sachs & Co frá 2002-2020. Skipaður varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika frá mars 2020.

Herdís Steingrímsdóttir

2022‑

Dósent í hagfræði við Copenhagen Business School. Lauk doktorsprófi frá Columbia háskólanum í New York árið 2014.

Ásgerður Ósk Pétursdóttir

2023‑

Lektor í hagfræði við Háskólann í Bath í Bretlandi. Lauk doktorsprófi í hagfræði frá University of New South Wales i Sydney í Ástralíu.

Tómas Brynjólfsson

2024‑

Tók sæti í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands í ágúst 2024 er hann var skipaður varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika. Lauk meistaragráðu í alþjóðastjórnmálum frá London School of Economics árið 2004 og meistaragráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2003. Var skrifstofustjóri á skrifstofu efnahagsmála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá árinu 2018 og var settur ráðuneytisstjóri frá janúar til apríl 2024.