Markmið kröfu um vogunarhlutfall (e. leverage ratio requirement) er að vera nokkurs konar varnagli við annmörkum sem felast í hefðbundinni áhættuveginni eiginfjárkröfu. Kröfurnar styðja því vel við hvor aðra.
Samkvæmt d-lið 1. mgr. 92. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 (CRR) skal vogunarhlutfall fjármálafyrirtækis að lágmarki nema 3%.
Vogunarhlutfallið er reiknað sem mælistærð eiginfjárþáttar 1 (e. tier 1 capital) fjármálafyrirtækis deilt með heildarmælistærð áhættuskuldbindinga (e. total exposure measure) hlutaðeigandi fjármálafyrirtækis (óáhættuvegnar eignir).
Vogunarhlutfall (%) =
Eiginfjárþáttur 1 / Heildarmælistærð áhættuskuldbindinga
Um vogunarhlutfallið og útreikning þess fer nánar samkvæmt sjöunda hluta CRR.
Vogunarhlutfall | Lágmark |
---|---|
Fjármálafyrirtæki | 3% |
Telji fjármálaeftirlitið hættu á of mikilli vogun hjá fjármálafyrirtæki getur það gert kröfu um hærra vogunarhlutfall en sem nemur hinu 3% lágmarki (stoð II-R – LR). Auk þess getur fjármálaeftirlitið tilkynnt um eiginfjárálag telji það hættu á of mikilli vogun á álagstímum hjá hlutaðeigandi fjármálafyrirtæki (stoð II-G – LR).