Lög nr. 129/1997, um skuldatryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða
I. kafli. Skyldutrygging, iðgjald og tryggingavernd
Ýmis kostnaður kann að falla til hjá vörsluaðila vegna samninga um séreignarsparnað. Kostnaðurinn getur verið vegna samningsgerðarinnar, umsýslu eða þóknana milligönguaðila. Rétthafar geta borið þennan kostnað, enda séu þeir upplýstir um hann við samningagerð. Greiðsla fyrir þetta getur verið innt af hendi í formi frádrags af iðgjaldi eða höfuðstól. Þá er rétt að vekja athygli á að eðli þeirra afurða sem vörsluaðilar bjóða upp á kann að vera ólíkt en einstaklingar hafa val um að ráðstafa iðgjöldum sínum eingöngu til uppsöfnunar á lífeyrissparnaði eftir völdum ávöxtunarleiðum og/eða til kaupa á svokölluðum lífeyristryggingum, líkt og líftryggingafélög bjóða upp á.
Í íslenskum rétti er ekki að finna reglur sem kveða sérstaklega á um hámark kostnaðar sem vörsluaðili má innheimta. Þóknun vörsluaðila kann þó að vera svo há eða í svo litlu samhengi við útlagðan kostnað vörsluaðila að innheimta þóknunarinnar, í formi frádrags af iðgjaldi, fari gegn ákvæði 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 129/1997, sem kveður efnislega á um að iðgjaldi skuli ráðstafað til öflunar lífeyrisréttinda í séreign eða í sameign.
Dagsetning: 24. mars 2025
III. kafli. Lífeyrisréttindi
Innstæða látins rétthafa skiptist samkvæmt reglum erfðalaga nr. 8/1962 á milli eftirtalinna erfingja:
1. Maki skv. 4. tölul. 1. gr. erfðalaga.
Maki skv. erfðalögum telst sá sem gengið hefur í hjúskap með rétthafa skv. hjúskaparlögum nr. 31/1993.
2. Börn rétthafa skv. 1. tölul. 1. gr. erfðalaga.
3. Kjörbörn rétthafa skv. 1. mgr. 5. gr. erfðalaga. Kjörbarn telst það sem ættleitt hefur verið skv. lögum um ættleiðingar nr. 130/1999.
Ef grunur leikur á því hvort um brottfall erfðaréttar geti verið að ræða skv. IV. kafla erfðalaga skal vörsluaðili lífeyrissparnaðar rannsaka það áður en innistæðu er skipt á milli erfingja.
Dagsetning: 24. mars 2025
Samkvæmt 2. mgr. 14. gr. er lífeyrissjóðum eingöngu heimilt að greiða út ellilífeyri mánaðarlega með jöfnum greiðslum til æviloka. Að mati Fjármálaeftirlitsins felst í framangreindu að lífeyrissjóðum er óheimilt að úrskurða sjóðfélögum ellilífeyri aftur í tímann og greiða sem eingreiðslu þegar taka lífeyris hefst.
Vakin er athygli á því að framangreint tekur ekki til þeirra atvika þegar greiðsluskylda lífeyrissjóðs hefur þegar stofnast. Um fyrningu slíkra kröfuréttinda fer skv. lögum um fyrningu kröfuréttinda.
Dagsetning: 24. mars 2025
VI. kafli. Rekstur, innra eftirlit og innri endurskoðun
Að mati Fjármálaeftirlitsins felst í framangreindu að lífeyrissjóður komi á og viðhaldi, að breyttum breytanda, sambærilegu verklagi og fjármálafyrirtækjum er skylt skv. 10. gr. reglugerðar nr. 995/2007, um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja.
Dagsestning: 24. mars 2025
Framkvæmdastjóri þarf samþykki stjórnar áður en hann hefur þátttöku í atvinnurekstri.
Dagsetning: 24. mars 2025
VII. kafli. Lágmarkstryggingavernd. Fjárfestingarheimildir og fjárfestingarstefna lífeyrissjóða
Með hliðsjón af lögskýringargögnum og verndarhagsmuna ákvæðisins telur Fjármálaeftirlitið 1. - 5. mgr. 36. gr. c. ná til hverrar einstakrar deildar lífeyrissjóðsins og 6. - 8. mgr. 36. gr. c. ná til lífeyrissjóðsins í heild.
Dagsetning: 24. mars 2025
Ekki skal skipta verðbréfasafni að baki hlutdeildarskírteinum eða hlutum verðbréfasjóða eða annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu á aðra eignaflokka.
Dagsetning: 24. mars 2025
Ekki er takmörkun á fjárfestingu í sjóðum hjá sama rekstrarfélagi verðbréfasjóða eða rekstraraðila sérhæfðra sjóða.
Dagsetning: 24. mars 2025
Eignarhlutur í verðbréfasjóðum (UCITS) skulu flokkaðir undir eignaflokk C. Eignarhlutur í öllum öðrum sjóðum skulu flokkaðir undir eignaflokk E.
Dagsetning: 24. mars 2025
Ekki skal horft í gegnum fjármálagerninga og því eru afleiður í eignaflokki F einungis afleiður sem fjárfest er beint í.
Dagsetning: mars 2025
Í 3. tölul. 1. mgr. 36. gr. kemur fram að lífeyrissjóður skal byggja fjárfestingar sínar á viðeigandi greiningu á upplýsingum með öryggi, gæði, lausafjárstöðu og arðsemi safnsins í heild í huga. Í 4. tölul. sömu mgr. kemur fram að lífeyrissjóður skal gæta þess að eignir sjóðsins séu nægilega fjölbreyttar til að komið sé í veg fyrir samþjöppun og uppsöfnun áhættu í eignasafninu, m.a. með því að gæta að fylgni áhættu einstakra eigna og eignaflokka.
Fjármálaeftirlitið telur að með viðeigandi greiningu sé m.a. átt við að kanna hvort þau atriði sem fram koma í 24. tölul. 1. mgr. 1. gr. a. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, eigi við. Ekki er hægt að veita nákvæmar leiðbeiningar hvað þetta varðar þar sem hver og ein fjárfesting getur falið í sér mismunandi upplýsingar sem nauðsynlegt er að kanna. Í viðskiptum með fjármálagerninga sem skráðir eru á skipulegan verðbréfamarkað ættu slíkar upplýsingar í flestum tilvikum að koma fram í útboðslýsingu eða öðrum gögnum til fjárfesta. Í viðskiptum með óskráða fjármálagerninga ættu lífeyrissjóðir að kalla eftir þeim gögnum sem gefa þeim hæfilega vissu fyrir því að fullnægjandi upplýsingar séu fyrir hendi til að meta áhættu af viðkomandi eign áður en til fjárfestingar kemur. Nauðsynlegt er að hafa viðeigandi eftirlit með viðkomandi fjárfestingum eftir að til fjárfestingar kemur og kalla eftir frekari upplýsingum ef tilefni er til.
Dagsetning: 24. mars 2025
Fjármálaeftirlitið telur að fjárfestingar í einkahlutafélögum séu lífeyrissjóðum ekki heimilar þar sem fjárfesting í einkahlutafélögum fellur ekki undir neinn af heimilum eignaflokkum lífeyrissjóða skv. 36. gr. a.
Dagsetning: 24. mars 2025
Fjármálaeftirlitið telur að heimildir lífeyrissjóða til að eiga stærri hluta en 20% í hverju félagi, takmarkist af eftirfarandi þáttum:
Félagið verður að sinna þjónustuverkefnum sem útvistað hefur verið frá lífeyrissjóðnum. Til þjónustuverkefna í þessum skilningi eru verkefni eins og verðbréfaviðskipti, eignastýring, iðgjaldaskráning, lífeyrisúrskurðir eða önnur sambærileg þjónusta, sem er hluti af daglegum rekstri lífeyrissjóðs og hagkvæmara er fyrir lífeyrissjóðinn að sinna í sérstöku félagi í hans eigu eða í sameign með öðrum lífeyrissjóðum.
Félagið getur ekki átt eignarhlut að öðrum félögum, sjóðum eða fjármálagerningum og verið ætlað til ávöxtunar á fjármunum lífeyrissjóðsins.
Félagið má eingöngu sinna þjónustuverkefnum fyrir lífeyrissjóði og getur ekki á sama tíma sinnt sömu eða öðrum verkefnum fyrir aðra en lífeyrissjóði.
Dagsetning: 24. mars 2025
Fjármálaeftirlitið telur að heimildir lífeyrissjóða til að ávaxta fé sitt séu tæmandi taldar í VII. kafla og þeim sé því ekki heimilt að stunda verðbréfalán, hvorki sem lánveitandi né lántakandi.
Dagsetning: 24. mars 2025
Þeir markaðir innan og utan ríkja Evrópska efnahagssvæðisins eða OECD, sem opnir eru almenningi, starfa reglulega og lúta eftirliti eftirlitsstjórnvalds sem er fullgildur (e. ordinary) meðlimur í alþjóðasamtökum verðbréfaeftirlita (IOSCO), eru viðurkenndir í skilningi 2. mgr. 36. gr. b.
Dagsetning: 24. mars 2025
VII. kafli A. Viðbótatryggingavernd.. Fjárfestingarheimildir og fjárfestingarstefna lífeyrissjóða
Já takmarkanir 1. mgr. 36. gr. b. ná ekki til viðbótatryggingaverndar.
Dagsetning: 24. mars 2025
Já, takmarkanir 3. mgr. 39. gr. b. ná eingöngu til fjármálagerninga en ekki innlána viðskiptabanka eða sparisjóðs. Að mati Fjármálaeftirlitsins er þó æskilegt að vörsluaðili tilgreini slíkt fyrirkomulag sérstaklega í fjárfestingarstefnu og kynningarefni sínu. Þá vekur Fjármálaeftirlitið athygli á því að kostnaður vegna slíks fyrirkomulags kann að koma til skoðunar á grundvelli heilbrigðra og eðlilegra viðskiptahátta.
Dagsetning: 24. mars 2025
Já, takmarkanir 3. mgr. 39. gr. b. ná eingöngu til fjármálagerninga en ekki innlána viðskiptabanka eða sparisjóðs.
Dagsetning: 24. mars 2025
Já, skv. 2. mgr. 39. gr. b. gildir 2.-.5. mgr. 36. gr. b., að breyttum breytanda, um fjárfestingar þeirra sem veita viðbótartryggingavernd.
Dagsetning: 24. mars 2025
Heimilt er að setja þrengri takmarkanir en lög heimila í fjárfestingarstefnu og því unnt að setja fjárfestingarstefnu þannig að verðbréfasafni að baki sjóðum sé jafnframt skipt upp. Markaðsefni og annað upplýsingaefni til viðskiptavina er unnt að setja fram þannig að verðbréfasafni að baki sjóðum sé skipt upp en Fjármálaeftirlitið telur þó æskilegt að birta upplýsingar jafnframt eins og lög gera ráð fyrir svo viðskiptavinum sé kleift að bera markaðsefni mismunandi vörsluaðila saman.
Dagsetning: 24. mars 2025
Í 1. mgr. 36. gr. d. laga nr. 129/1997 er kveðið á um lífeyrissjóður skuli takmarka gjaldmiðlaáhættu sína með því að tryggja að lágmarki 50% af heildareignum sjóðs séu í sama gjaldmiðli og skuldbindingar hans.
Í því skyni að tryggja að umrætt lagaákvæði nái markmiði sínu telur Fjármálaeftirlitið brýnt að upplýsingar um sundurliðun fjárfestinga séu bókfærðar í sama gjaldmiðli og viðkomandi fjármálagerningur er gefinn út í. Af því leiðir að lífeyrissjóðir skulu skrá hlutafé í þeim gjaldmiðli sem ákvarðaður er í samræmi við samþykktir viðkomandi hlutafélags.
Þrátt fyrir framangreinda meginreglu telur Fjármálaeftirlitið að lífeyrissjóðum beri eftir sem áður að hafa hliðsjón af skynsemisreglu sbr. 1. mgr. 36. gr. Það felur í sér að sjóðurinn getur haft þrengri takmörkun á gjaldmiðlaáhættu en ákvæði 36. gr. d. segir til um og horft til annarra þátta s.s. vægi erlendrar starfsemi viðkomandi félags og tilvika þar sem starfrækslugjaldmiðill hlutafélags er í erlendri mynt sbr. 8. gr. laga um ársreikninga nr. 3/2006.
Dagsetning: 24. mars 2025
Í greinargerð með frumvarpi að lögum nr. 113/2016, sem breytti ákvæði 36. gr. b í núgildandi horf, kemur fram að með heildareignum sé átt við virði allra fjárfestinga. Heildareignir samanstanda af þeim eignum sem falla undir tegundaflokk A-F sbr. 36. gr. a. Seðlabankinn telur því að aðrar eignir á borð við viðskiptakröfur, rekstrarfjármuni og kröfur utan efnahagsreiknings teljist ekki til heildareigna.
Dagsetning: 24. mars 2025
Reglugerð nr. 916/2009, um fjárfestingarstefnu og úttekt á ávöxtun lífeyrissjóða og vörsluaðila séreignarsparnaðar
Lágmörkun uppsöfnun áhættu í 3. mgr. 4. gr. skal lesin í samhengi við önnur atriði í málsgreininni. Með umfjöllun um samþjöppun og uppsöfnun áhættu er m.a. átt við samþjöppun útgefenda, atvinnugreina, landssvæðis og samvali eigna og eignaflokka.
Dagsetning: 24. mars 2025
Átt er við þann aðila sem sinnir eignastýringu lífeyrissjóðsins, hvort sem það eru starfsmenn lífeyrissjóðsins eða utanaðkomandi eignastýringaraðilar á grundvelli útvistunarsamnings.
Dagsetning: 24. mars 2025
Nei, fjárfestingarstefna lífeyrissjóðs fyrir komandi ár skal birt við fyrsta tækifæri og eigi síðar en 1. desember hvert ár.
Dagsetning: 24. mars 2025
Nei, fjárfestingarstefna skal birt í heild.
Dagsetning: 24. mars 2025
Reglugerð nr. 590/2017, um eftirlitskerfi með áhættu lífeyrissjóða
Í áhættustefnu kemur fram vilji stjórnar til áhættutöku lífeyrissjóðsins. Í áhættustýringarstefnu kemur fram hvernig lífeyrissjóðurinn ætlar sér að stýra áhættuþáttum í daglegum rekstri sjóðsins.
Dagsetning: 24. mars 2025
Átt er við allar þær aðgerðir sem lífeyrissjóður þarf að gera til þess að bregðast við áhættu, t.d. með sölu tiltekinna eigna, uppsögn útvistunarsamnings eða skerðingu réttinda.
Dagsetning: 24. mars 2025
Það er á hendi hvers lífeyrissjóðs að móta verklag um eftirlit áhættustýringar með fylgni við fjárfestingarstefnu og fjárfestingarheimildir en ekki er nauðsynlegt að halda daglega skráningu um að verklagi hafi verið fylgt.
Dagsetning: 24. mars 2025
Nei, ekki er heimilt að útvista eftirliti með áhættu til þess aðila sem tekur áhættuna.
Dagsetning: 24. mars 2025
Nei. Starfssvið áhættustjóra er hluti af daglegum rekstri sem heyrir undir framkvæmdastjóra. Hins vegar getur stjórn, í starfsreglum stjórnar og erindisbréfi til framkvæmdastjóra, skilgreint nánar stefnu og fyrirmæli til framkvæmdastjóra um þessi efni, s.s. að stjórn skuli samþykkja ráðningu áhættustjóra.
Dagsetning: 24. mars 2025
Nei, eingöngu skal tilkynna um alvarleg brot á mörkum áhættu. Það er á ábyrgð lífeyrissjóðs að meta hverju sinni hvort brot telst alvarlegt brot.
Dagsetning: 24. mars 2025
Reglur nr. 335/2015, um ársreikninga lífeyrissjóða
Að mati Fjármálaeftirlitsins er lífeyrissjóði heimilt að selja skuldabréf sem hann hefur tilgreint að haldið skuli til gjalddaga. Ásetning um að halda skuldabréfi til gjalddaga skal byggja á skjalfestum áætlunum, stefnum og verklagsreglum sem lífeyrissjóður setur sér vegna fjárfestinga í skuldabréfum, sbr. 2. mgr. 28. gr. reglna um ársreikninga lífeyrissjóða, nr. 335/2015, með áorðunum breytingum. Tíð viðskipti úr flokknum samræmast ekki ásetningi lífeyrissjóðs um ætlan að halda fjáreign til að safna samningsbundu sjóðstreymi. Þannig geta viðskipti með bréf sem flokkuð eru sem haldið til gjalddaga kallað á að endurflokka þurfi öll viðeigandi skuldabréf.
Dagsetning: 24. mars 2025
Fjármálaeftirlitið lítur svo á að tilvísun til alþjóðlegra reikningsskilastaðla í reglum um ársreikninga lífeyrissjóða sé m.a. tilvísun til IFRS 9 frá og með 1. janúar 2018.
Dagsetning: 24. mars 2025
Í reglum um ársreikninga lífeyrissjóða nr. 335/2015 er kveðið á um að eignir og skuldir í erlendri mynt skulu umreiknaðar á opinberu gengi sem Seðlabanki Íslands auglýsir, kaupgengi fyrir eignir og sölugengi fyrir skuldir sbr. 32. reglnanna. Frá og með 1. apríl 2020 verður sú breyting gerð að Seðlabankinn mun eingöngu birta skráð miðgengi allra gjaldmiðla sem bankinn skráir og verður það þá opinbert viðmiðunargengi. Með hliðsjón af framangreindu skulu eignir og skuldir í erlendri mynt því umreiknaðar miðað við miðgengi Seðlabanka Íslands frá 1. apríl n.k.
Dagsetning: 24. mars 2025
Gagnaskil
Horft skal til veðþekju á þeim tíma sem lánið var veitt vegna allra fasteignaveðtryggðra skuldabréfa.
Dagsetning: 24. mars 2025
Svo unnt sé að greina hvort eignin breytist vegna verðbreytinga á markaði eða hvort um sé að ræða viðskipti með eignina.
Dagsetning: 24. mars 2025
Fjármálaeftirlitið telur að sjóðirnir þurfi að hafa upplýsingar um eignir sínar til að fylgjast með því að fjárfestingar séu innan fjárfestingarstefnu og þeirra laga og reglna sem um þær gilda.
Dagsetning: 24. mars 2025
Heildarverðmæti skráðra skuldabréfaflokka.
Dagsetning: 24. mars 2025
Eingöngu skal veita upplýsingar um fasteignaveðtryggðlán - annars skal velja „á ekki við“.
Dagsetning: 24. mars 2025
Skrá skal LEI númer bæði rekstraraðila og hlutdeildarsjóðs.
Dagsetning: 24. mars 2025