Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands leggur mat á áhættuþætti í starfsemi fjármálafyrirtækja í könnunar- og matsferli (e. Supervisory Review and Evaluation Process, SREP) og með hvaða hætti fjármálafyrirtæki meðhöndlar þá í starfseminni, sbr. lög nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Niðurstaða liggur nú fyrir er varðar mat á viðbótareiginfjárþörf hjá viðskiptabönkunum fjórum.
Hvernig hefur peningastefnan áhrif á efnahagsumsvif og verðbólgu? Hversu langan tíma tekur fyrir þessi áhrif að koma fram og hversu mikil eru þau? Þetta eru meðal lykilspurninga við mótun peningastefnunnar á hverjum tíma. Þessum farvegum peningastefnunnar um þjóðarbúið er lýst með því sem kallað er miðlunarferli peningastefnunnar.