Ritið Álagspróf 2025 hefur verið birt á vef Seðlabanka Íslands. Ritið er nú gefið út í fyrsta skipti en áður var umfjöllun um efnið í haustriti Fjármálastöðugleika. Í ritinu er farið yfir niðurstöður álagsprófs Seðlabanka Íslands og þær bornar saman við niðurstöðu álagsprófs Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar auk þess að rýna líkan Seðlabankans um útlánavöxt og víxlverkun við raunhagkerfið.
Hagvaxtarhorfur í helstu viðskiptalöndum hafa heldur batnað frá því í maíspá Peningamála. Hagvöxtur var lítillega meiri á fyrsta ársfjórðungi en gert var ráð fyrir í maí og mældist ríflega 1,8% að meðaltali.