Seðlabanki Íslands framkvæmir ársfjórðungslega útlánakönnun á meðal viðskiptabankanna fjögurra. Spurt er um mat þeirra á þróun framboðs og eftirspurnar eftir lánsfé og auk þess hvaða þættir þeir telji að hafi haft ráðandi áhrif á framboð á síðustu þremur mánuðum. Einnig er spurt um væntingar viðskiptabankanna um horfur næstu sex mánuði. Könnunin var síðast framkvæmd 1. júlí til 14. ágúst sl. og eru niðurstöðurnar hér byggðar á meðaltali svara viðskiptabankanna.
Hagvaxtarhorfur í helstu viðskiptalöndum hafa heldur batnað frá því í maíspá Peningamála. Hagvöxtur var lítillega meiri á fyrsta ársfjórðungi en gert var ráð fyrir í maí og mældist ríflega 1,8% að meðaltali.