Fara beint í Meginmál

Myntsafni lokað ótímabundið

ATH: Þessi grein er frá 10. mars 2020 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Vegna aukins viðbúnaðar til að stemma stigu við COVID-19 faraldrinum hefur verið ákveðið að loka myntsafni Seðlabanka og Þjóðminjasafns um tíma. Meðal markmiða viðbragðsáætlunar Seðlabankans við faraldrinum er að lágmarka smithættu og hefta útbreiðslu veirunnar á vinnustað en myntsafn bankans er staðsett í vinnurými starfsmanna.