Meginmál

Lögum samkvæmt teljast verðbréfasjóðir og sérhæfðir sjóðir leyfisskyldir og óheimilt er að markaðssetja þá fyrir almenna fjárfesta nema að fenginni staðfestingu Seðlabanka Íslands. Hér að neðan má finna lista yfir þá sjóði sem hafa fengið tilskilin leyfi.

Verðbréfasjóðir

Verðbréfasjóðir eru sjóðir um sameiginlega fjárfestingu, reknir af rekstrarfélagi sem hefur hlotið starfsleyfi sem slíkt. Um starfsemi verðbréfasjóða, þar með talið innlausnarskyldu og fjárfestingarheimildir, gilda lög nr. 116/2021, um verðbréfasjóði. Í 30. gr. fyrrnefndra laganna kveður jafnframt á um að Seðlabankinn skuli birta opinberlega skrá yfir þá verðbréfasjóði sem hann hefur staðfest.

Verðbréfasjóðir staðfestir af Seðlabanka Íslands(76,06 KB)

Sérhæfðir sjóðir

Sérhæfðir sjóðir fyrir almenna fjárfesta eru sjóðir um sameiginlega fjárfestingu, og um þá gilda lög nr. 45/2020 , um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Slíkir sjóðir skulu reknir af félagi sem hefur hlotið leyfi til slíks reksturs og til að markaðssetja hlutdeildarskírteini sín til almennings. Samkvæmt 83. gr. sömu laganna, segir jafnframt að Seðlabankinn skuli birta opinberlega skrá yfir þá sjóði sem hann hefur staðfest.

Sérhæfðir sjóðir staðfestir af Seðlabanka Íslands(77,59 KB)