Meginmál

Aðilar sem hafa hlotið staðfestu og starfsleyfi fyrir fjármálastarfsemi í öðrum ríkjum á Evrópska Efnahagssvæðinu (EES), er heimilt að starfa hér á landi með eða án stofnunar útibús. Starfsemi þeirra getur þó ekki hafist fyrr en að Seðlabanki Íslands hefur fengið tilkynningu þar að lútandi frá eftirlitsaðila í heimaríki fyrirtækisins. Á þetta við um fjármálafyrirtæki (lánastofnanir og verðbréfafyrirtæki), rafeyrisfyrirtæki, greiðslustofnanir, vátryggingafélög- og miðlara, rekstrarfélög verðbréfasjóða, rekstraraðila sérhæfðra sjóða og skráða lánveitendur.

Í boði er leitarvél þar sem hægt er að fletta upp þeim erlendu aðilum sem heimild hafa til að starfa hér á landi.[1]

Erlendir aðilar með staðfestu á Íslandi

Erlendur aðili Útibú/umboðsaðili/dreifingaraðili/einka- umboðsmaðurNafn Heimilisfang  Tegund þjónustu

AS CreditInfo EESTI

Umboðsaðili greiðslustofnunar

Creditinfo Lánstraust hf.

Borgartúni 25, 105 Reykjavík

Reikningsupplýsingaþjónusta

Enfuce License Services Oy

Dreifingaraðili rafeyrisfyrirtækis

YAY ehf.

Lágmúla 5, 108 Reykjavík

Dreifing / innlausn rafeyris

Allianz Lebensversicherungs AG

Alexandra Muenchmeier er í fyrirsvari fyrir félagið og hefur heimild til að skuldbinda það gagnvart þriðja aðila og koma fram á þess vegum gagnvart stjórnvöldum í aðildarríkinu, sbr. 3. tl. 2. mgr. 124. gr. laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi.

Allianz Ísland hf.

Dalshrauni 3, 220 Hafnarfjörður

Líftryggingar, gr. II og III.

Allianz Versicherungs AG

Alexandra Muenchmeier er í fyrirsvari fyrir félagið og hefur heimild til að skuldbinda það gagnvart þriðja aðila og koma fram á þess vegum gagnvart stjórnvöldum í aðildarríkinu, sbr. 3. tl. 2. mgr. 124. gr. laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi.

Allianz Ísland hf.

Dalshrauni 3, 220 
Hafnarfjörður

Skaðatryggingar, greinafl. 13, 16

Western Union Payment Services Ireland Limited

Umboðsaðili greiðslustofnunar

Íslandspóstur ohf.

Höfðabakka 9, 110 Reykjavík

Peningasending (Money remittance)

American Express Payments Europe S.L.

Umboðsaðili greiðslustofnunar

Teya Iceland hf.

Katrínartúni 4, 105 Reykjavík

Færsluhirðing (Acquiring of payment transactions)

American Express Payments Europe S.L.

Umboðsaðili greiðslustofnunar

Rapyd Europe hf.

Dalshrauni 3, 220 Hafnarfjörður

Færsluhirðing (Acquiring of payment transactions)

PM-Premium Makler GmbH

Útibú vátryggingamiðlara
Gestur Breiðfjörð Gestsson er í fyrirsvari fyrir útibúið

PM-Premium Makler GmbH, útibú á Íslandi

Garðatorgi 7,
210 Garðabær

Dreifing vátrygginga

Nasdaq CSD SE

Útibú verðbréfamiðstöðvar

Nasdaq CSD SE, útibú á Íslandi

Laugavegi 182, 105 Reykjavík

Starfræksla verðbréfauppgjörskerfis

Arena Wealth Management S.A.

Útibú verðbréfafyrirtækis
Sigvaldi Stefánsson er í fyrirsvari fyrir útibúið.

Arena Wealth Management S.A., útibú á Íslandi

Hellusund 6, 101 Reykjavík

Móttaka og miðlun fyrirmæla frá viðskiptavinum um einn eða fleiri fjármálagerninga, framkvæmd fyrirmæla fyrir hönd viðskiptavina, eignastýring og fjárfestingarráðgjöf.

Arena Wealth Management S.A.

Einkaumboðsmaður
Bjarni Brynjólfsson er í fyrirsvari fyrir Arngrimsson Advisors ehf.

Arngrimsson Advisors ehf.

Austurstræti 18,
101 Reykjavík

Móttaka og miðlun fyrirmæla frá viðskiptavinum um einn eða fleiri fjármálagerninga og fjárfestingarráðgjöf

Howden Finland Oy

Útibú vátryggingamiðlara. Bjarni Ólafsson er í fyrirsvari fyrir útibúið.

Howden Finland Oy, útibú á Íslandi

Suðurlandsbraut 20, 108 Reykjavík

Dreifing vátrygginga

Erlendir verðbréfasjóðir með staðfestu innan EES

Samkvæmt 103. gr. laga nr. 116/2021 er heimilt að markaðssetja hér á landi verðbréfasjóð með staðfestu og staðfestingu í öðru ríki innan EES.

Sérhæfðir sjóðir með staðfestu utan EES

Samkvæmt 63. gr. laga nr. 45/2020 er rekstraraðilum með staðfestu og starfsleyfi innan EES heimilt að markaðssetja til fagfjárfesta hér á landi sérhæfða sjóði með staðfestu utan EES að fenginni heimild Seðlabanka Íslands.
Samkvæmt 64. gr. sömu laga er skráðum rekstraraðilum með staðfestu hér á landi heimilt að markaðssetja til fagfjárfesta hér á landi sérhæfðan sjóð með staðfestu utan EES að fenginni heimild Seðlabanka Íslands. Þá er rekstraraðila með staðfestu utan Íslands, þar á meðal skráningarskyldum rekstraraðila innan EES, heimilt að markaðssetja sérhæfðan sjóð hér á landi til fagfjárfesta að fenginni heimild Seðlabanka Íslands.


[1] Fyrirvari - leitarvélin inniheldur ekki upplýsingar um:

  • Starfsheimildir verðbréfafyrirtækja sem hafa tilkynnt um veitingu þjónustu hér á landi á grundvelli MiFID (Markets in Financial Instruments Directive)
  • Sjóði markaðssetta hér á landi af erlendum rekstrarfélögum, hvort sem er rekstrarfélög verðbréfasjóða eða rekstraraðila sérhæfðra sjóða