Meginmál

Seðlabanki Íslands birtir upplýsingar í samræmi við 107. gr. i laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, sbr.  143. gr. tilskipunar 2013/36/ESB.

Evrópska bankaeftirlitsstofnunin (EBA) hefur þróað sniðmát sem skal nota við upplýsingagjöfina. Sniðmátin eru birt í reglugerð (ESB) nr. 650/2014, m.a. með breytingum samkvæmt reglugerð (ESB) 2019/912, sbr. reglur nr. 1344/2024, um birtingu upplýsinga um varfærniskröfur samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.

Meginmarkmið birtingarinnar er aukið gagnsæi á fjármálamarkaði og auðveldari samanburður á framkvæmd eftirlits milli lögbærra yfirvalda hjá aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins. Upplýsingagjöf aðildarríkjanna má finna á vefsíðu EBA.

Upplýsingar um lög, stjórnvaldsfyrirmæli og leiðbeiningar sem varða varfærniskröfur.

Viðauki I um lög og stjórnvaldsfyrirmæli(498,19 KB)

Upplýsingar um hvernig valkostir og svigrúm í varfærnisreglum Evrópska efnahagssvæðisins, einkum tilskipun 2013/36/ESB (CRD) og reglugerð (ESB) nr. 575/2013 (CRR), er nýtt.

Viðauki II um val- og heimildarákvæði(878 KB)

Upplýsingar um almenn viðmið og aðferðafræði sem Seðlabankinn styðst við vegna könnunar- og matsferlis (SREP), þ.m.t. viðmið um hvernig gætt sé meðalhófs.

Viðauki III um könnunar- og matsferli(325,3 KB)

Upplýsingar um tölfræði um framkvæmd varfærnisreglna, þar á meðal um fjölda og tegund stjórnsýsluviðurlaga og annarra eftirlitsúrræða vegna brota á þeim, miðað við stöðuna 31. desember 2023.

Viðauki IV um tölulegar upplýsingar(660,49 KB)