Seðlabanki Íslands birtir upplýsingar í samræmi við 107. gr. i laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, sbr. 143. gr. tilskipunar 2013/36/ESB.
Evrópska bankaeftirlitsstofnunin (EBA) hefur þróað sniðmát sem skal nota við upplýsingagjöfina. Sniðmátin eru birt í reglugerð (ESB) nr. 650/2014, m.a. með breytingum samkvæmt reglugerð (ESB) 2019/912, sbr. reglur nr. 1344/2024, um birtingu upplýsinga um varfærniskröfur samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.
Meginmarkmið birtingarinnar er aukið gagnsæi á fjármálamarkaði og auðveldari samanburður á framkvæmd eftirlits milli lögbærra yfirvalda hjá aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins. Upplýsingagjöf aðildarríkjanna má finna á vefsíðu EBA.