Meginmál

Samkvæmt 2. mgr. 26. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 (CRR) þarf fjármálafyrirtæki fyrirframsamþykki fjármálaeftirlitsins til að telja hagnað árshluta eða heils árs með í almennu eigin fé þáttar 1 (e. Common Equity Tier 1, CET1) áður en hlutaðeigandi fjármálafyrirtæki hefur tekið formlega ákvörðun til staðfestingar endanlegum hagnaði eða tapi fjármálafyrirtækisins.

Fjármálafyrirtæki þarf að fullnægja tveimur eftirfarandi skilyrða svo unnt sé að veita slíkt leyfi:

  1. hagnaðurinn hafi verið kannaður af aðilum sem eru óháðir stofnuninni og bera ábyrgð á endurskoðun reikningsskila hlutaðeigandi fjármálafyrirtækis, þ.e. endurskoðenda þess, og

  2. fjármálafyrirtækið hafi að mati fjármálaeftirlitsins sýnt fram á með fullnægjandi hætti að öll fyrirsjáanleg gjöld eða arðgreiðslur hafi verið dregnar frá fjárhæð hagnaðarins í samræmi við 2. og 3. gr. framseldrar reglugerðar (ESB) nr. 241/2014, sbr. reglur nr. 696/2024, um útreikning fjármálafyrirtækja á eiginfjárgrunni og hæfum skuldbindingum.