Meginmál

Heimild til endurgreiðslu eða innlausnar kjarnagjaldþolsliða

Samkvæmt 4. mgr. 69. gr. laga nr. 100/2016, um vátryggingastarfsemi, skulu allar ákvarðanir um lækkun hlutafjár í vátryggingafélagi tilkynntar fyrir fram til fjármálaeftirlitsins. Fjármálaeftirlitið skal samþykkja fyrir fram ákvarðanir sem hafa í för með sér lækkun á gjaldþolsliðum vátryggingafélags, þ.m.t. endurkaupaáætlanir á eigin hlutabréfum.

Allar ákvarðanir vátryggingafélags sem hafa í för með sér lækkun á gjaldþolsliðum félagsins eru því háðar fyrirframsamþykki fjármálaeftirlitsins, þ.m.t. endurkaupaáætlanir á eigin bréfum, sbr. 4. mgr. 69. gr. laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi.

Um upplýsingar og gögn sem vátryggingafélag ber að senda vegna beiðni um heimild til endurgreiðslu eða innlausnar kjarnagjaldþolsliða fer nánar samkvæmt h-lið 1. mgr. og 2. mgr. 71. gr., d-lið 1. mgr. og 2. mgr. 73. gr., d-lið 1. mgr. og 2. mgr. 77. gr. framseldrar reglugerðar (ESB) 2015/35, sbr. reglugerð nr. 55/2022 um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um vátryggingastarfsemi og vátryggingasamstæður.

Fullbúin beiðni skal send fjármálaeftirlitinu þremur mánuðum áður en handhöfum kjarnagjaldþolsliða um innlausn eða endurgreiðslu er tilkynnt um þau eða innlausnin eða endurgreiðslan á að fara fram, sbr. 18. gr. viðmiðunarreglna Evrópska vátrygginga- og lífeyriseftirlitsins (EIOPA) um flokkun gjaldþolsliða (e. Guidelines on Classification of Own Funds). Fjármálaeftirlitið afgreiðir fullbúna beiðni innan sama tímafrests.

Upplýsingagjöf vegna beiðni um heimild til endurgreiðslu eða innlausnar kjarnagjaldþolsliða má finna í eyðublaðaleit vefsins.