Meginmál

Seðlabanki Íslands birtir sértækar upplýsingar um vátryggingastarfsemi, í samræmi við lög og tilskipun ESB, hvað varðar lög, stjórnsýslufyrirmæli og almennar leiðbeiningar, eftirlitsferlið, tölfræðileg gögn og fleira.

Upplýsingar eru birtar skv. 30. gr. laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi sbr. reglugerð nr. 120/2020 um sniðmát og birtingu Fjármálaeftirlitsins á sértækum upplýsingum samkvæmt lögum um vátryggingastarfsemi, sem innleiðir reglugerð (ESB) 2015/2451, um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar sniðmát og fyrirkomulag við birtingu eftirlitsyfirvalda á sértækum upplýsingum í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/138/EB. Sniðmátin eru þróuð af Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnuninni (EIOPA) og birt í reglugerð framkvæmdastjórnar ESB.

Eitt af markmiðunum með birtingu upplýsinganna er að auðvelda samanburð á framkvæmd eftirlits milli eftirlitsstofnana innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Upplýsingar sem Seðlabankinn birtir í samræmi við 2. mgr. 31. gr. tilskipunar 2009/138/EB má sjá hér að neðan.

Lög, stjórnsýslufyrirmæli og almennar leiðbeiningar

Fletta má upp lögum og tilmælum sem gilda um starfsemi vátryggingafélaga með einföldum hætti í leitarvél Seðlabankans.

Eftirlitsferlið

Samantekin tölfræðileg gögn

Fyrir birtingu samantekinna tölfræðilegra gagna að því er varðar vátrygginga- og endurtryggingafélög sem lúta eftirliti skv. tilskipun 2009/138/EB:

Sniðmát A(222,75 KB)

Fyrir birtingu samantekinna tölfræðilegra gagna að því er varðar vátryggingasamstæður sem lúta eftirliti skv. tilskipun 2009/138/EB:

Sniðmát B(25,37 KB)

Fyrir birtingu megindlegra samantekinna tölfræðilegra gagna um eftirlitsyfirvaldið:

Sniðmát C(35,36 KB)

Fyrir birtingu eigindlegra samantekinna tölfræðilegra gagna um eftirlitsyfirvaldið:

Sniðmát D(376,79 KB)

Nýting valkosta samkvæmt tilskipun 2009/138/EB

Sniðmát fyrir birtingu upplýsinga er varða nýtingu valrétta samkvæmt d-lið 2. mgr. 31.gr. tilskipunar 2009/138/EB.

Sniðmát fyrir birtingu upplýsinga er varða nýtingu valrétta(476,53 KB)