Meginmál

Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2011 haldinn í dag

ATH: Þessi grein er frá 9. nóvember 2011 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Ársfundur Fjármálaeftirlitsins var haldinn í Sólarsal Rúgbrauðsgerðarinnar nú síðdegis. Á fundinum var Ársskýrsla Fjármálaeftirlitsins 2011 kynnt. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra flutti ávarp og Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins og Gunnar Þ. Andersen forstjóri fjölluðu um helstu áherslur í starfi stofnunarinnar og kynntu ársskýrsluna.

Til fundarins var meðal annars boðið ýmsum samstarfsaðilum Fjármálaeftirlitsins, helstu stjórnendum fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða, vátryggingafélaga og fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllinni, auk annarra aðila sem heyra undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins.