Meginmál

Yfirlestur og staðfesting lýsinga hjá Fjármálaeftirlitinu

ATH: Þessi grein er frá 21. desember 2011 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Hinn 1. janúar 2012 tekur Fjármálaeftirlitið við yfirlestri og staðfestingu lýsinga af NASDAQ OMX á Íslandi (Kauphöllinni) í samræmi við  2. mgr. 52. gr. laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti, sbr. 2. mgr. 21. gr. tilskipunar  Evrópuþings og ráðsins nr. 2003/71 um lýsingar.

Kauphöllin mun ljúka athugunarferli þeirra lýsinga sem þegar eru til meðferðar þar, og ekki verður lokið um áramótin, með sama hætti og áður. Staðfesting lýsinganna mun fara fram hjá Fjármálaeftirlitinu að ferlinu loknu.

Útgefendum sem hyggjast standa að almennu útboði eftir 31. desember 2011 er bent á að hafa samband við starfsmenn Fjármálaeftirlitsins með tölvupósti á netfangið lysingar@fme.is eða í síma 520-3700. Umsóknareyðublöð vegna umsóknar um staðfestingu má finna á vef Fjármálaeftirlitsins, www.fme.is

Stefni útgefandi jafnframt að skráningu verðbréfanna í Kauphöll er honum bent á að hafa samband við Kauphöllina samhliða umsókn til Fjármálaeftirlitsins. 

Fjármálaeftirlitið vekur að lokum athygli útgefenda á gjaldskrá Fjármálaeftirlitsins sem gildir fyrir athugun og staðfestingu á lýsingum en hana má einnig finna á www.fme.is