Þróun og horfur á fjármálamörkuðum er meðal þess sem fjallað verður um á ársfundi Fjármálaeftirlitsins sem fer fram þriðjudaginn 7. nóvember, kl. 16.00 í Salnum, Kópavogi. Á fundinum munu þeir Stefán Svavarsson, formaður stjórnar FME, og Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, kynna nýja ársskýrslu og segja frá starfssemi stofnunarinnar. Þá verður fjallað um helstu áherslur í starfi FME á komandi misserum.
Ársfundur FME: Fjallað um þróun og horfur á fjármálamörkuðum
ATH: Þessi grein er frá 7. desember 2006 og er því orðin meira en 5 ára gömul.