Meginmál

Niðurstaða athugunar á tryggingafræðilegri stöðu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins

ATH: Þessi grein er frá 18. maí 2011 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið hefur krafist þess að stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) endurskoði iðgjald launagreiðenda til A-deildar sjóðsins, þar sem ákvæði 13. gr. laga nr. 1/1997 um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins kveður á um að iðgjald launagreiðenda á hverjum tíma sé við það miðað að það dugi til að lífeyrissjóðurinn geti staðið við heildarskuldbindingar sínar. Fjármálaeftirlitið fellst ekki á þau sjónarmið sem m.a. komu fram í ársskýrslu LSR fyrir árið 2009, að LSR falli undir ákvæði 39. gr. laga nr. 129/1997, sem gilda um almenna lífeyrissjóði og veitir þeim lífeyrissjóðum heimild til að hafa 10% mun á eignaliðum og lífeyrisskuldbindingum, eða bráðabirgðaákvæði nr. VI við þau lög sem leyfir að munurinn geti verið 15% árin 2008, 2009 og 2010.