Fjármálaeftirlitið framkvæmdi athugun á viðskiptaháttum í verðbréfaviðskiptum hjá Glitni banka hf. (Glitni) dagana 6. mars til 19. mars 2007. Athugunin var afmörkuð við eignastýringu, einkabankaþjónustu, miðlun og eigin fjárfestingar, kínamúra og regluvörslu. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að birta niðurstöður slíkra athugana í samræmi við gagnsæisstefnu þess á grundvelli 108. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007.
Úttekt á viðskiptaháttum í verðbréfaviðskiptum hjá Glitni
ATH: Þessi grein er frá 27. desember 2007 og er því orðin meira en 5 ára gömul.