Fjármálaeftirlitið vísaði þann 7. september 2009 máli vegna meintra brota á þagnarskyldu skv. 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki (ffl.), vegna upplýsinga sem birtust á vefsíðunni wikileaks.org þann 31. júlí 2009, til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og óskaði eftir að uppruni lekans yrði rannsakaður. Nýi Kaupþing banki hf. hafði áður kært málið til Fjármálaeftirlitsins.
Tilkynning til ríkislögreglustjóra um meint brot á þagnarskyldu skv. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki
ATH: Þessi grein er frá 15. febrúar 2010 og er því orðin meira en 5 ára gömul.