Meginmál

Fjármálastöðugleika ekki ógnað

ATH: Þessi grein er frá 16. febrúar 2012 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

 

Í ljósi dóms Hæstaréttar frá 15. febrúar 2012 í máli sem varðaði endurútreikning á gengistryggðu láni vill Fjármálaeftirlitið koma eftirfarandi á framfæri:

Ljóst er að niðurstaða dómsins mun hafa neikvæð áhrif innan kerfisins, en þó ekki að því marki að það ógni fjármálastöðugleika. Áhrifin gætu orðið mismikil eftir fjármálafyrirtækjum og í sumum tilvikum gætu þau jafnvel verið óveruleg. Því er á þessari stundu ekki ljóst hver áhrif dómsins verða að lokum. Þá er eiginfjárstaða viðskiptabankanna langt umfram þær kröfur sem Fjármálaeftirlitið gerir.

Fjármálaeftirlitið mun strax hefja vinnu við mat á áhrifum dómsins á fjárhagsstöðu einstakra fjármálafyrirtækja.  Mikilvægt er að eyða allri óvissu um fordæmisgildi dómsins og áhrif hans á endurútreikning gengistryggðra lána.