Frétt: Leiðbeiningar CEBS um Basel II málefni. 10. desember 2006
ATH: Þessi grein er frá 10. desember 2006 og er því orðin meira en 5 ára gömul.
Fjármálaeftirlitið vekur athygli á að Samstarfsnefnd evrópskra eftirlitsaðila á lánamarkaði (Committee of European Banking Supervisors, CEBS) hefur lokið umfjöllun um þrjú umræðuskjöl sem varða innleiðingu Basel II staðalsins um eigið fé fjármálafyrirtækja með því að gefa út leiðbeiningar um þessi efni:
| Umræðuskjal | Efni | Leiðbeiningar |
| CP04 | CoRep, samræmdar eiginfjárskýrslur |
komu út 13. jan. 2006 |
| CP05 | Supervisory Disclosure (Upplýsingamiðlun frá eftirlitsstofnunum) | komu út 1. nóv. 2005 |
| CP06 | FinRep (Financial reporting) samræmdar sundurliðanir á ársreikningum | komu út 16. des. 2005 |
Sjá nánar: Tenglar í frumgögn.