Meginmál

Leiðbeinandi tilmæli nr. 2/2006

ATH: Þessi grein er frá 10. desember 2006 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið hefur þann 30. mars 2006 sett leiðbeinandi tilmæli um afleiðunotkun verðbréfasjóða. Tilmælin byggja á leiðbeiningum framkvæmdastjórnar ESB nr. 2004/383/EC um afleiðunotkun verðbréfasjóða (Commission Recommendation on the use of financial derivatives instruments for undertakings for collective investment in transferable securities (UCITS)).

Í tilmælunum er m.a. fjallað um áhættustýringarkerfi sem rekstrarfélögum ber að ráða yfir, reglulega skýrslugjöf vegna afleiðunotkunar, takmarkanir á heildaráhættu verðbréfasjóðs vegna afleiðunotkunar, mat á markaðsáhættu, mat gírunar, mótaðilaáhættu, útgefandaáhættu o.fl.