Meginmál

Breytingar í stjórn Fjármálaeftirlitsins

ATH: Þessi grein er frá 8. ágúst 2012 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Þær breytingar hafa orðið í stjórn Fjármálaeftirlitsins að Valgerður Rún Benediktsdóttir, skrifstofustjóri, hefur tekið sæti í stjórn stofnunarinnar í stað Ingibjargar Þorsteinsdóttur sem hefur fengið tímabundið leyfi frá setu í stjórninni. Valgerður Rún er skipuð tímabundið frá 1. júlí til 1. nóvember 2012. Þá hefur Margrét Einarsdóttir, lektor, verið skipuð varamaður í stjórn Fjármálaeftirlitsins í stað Sigurðar Þórðarsonar. Skipun Margrétar gildir frá 1. júlí 2012 til 30. desember 2014.