Meginmál

Niðurstaða athugunar á stöðu og starfsemi innri endurskoðunar hjá viðskiptabönkunum

ATH: Þessi grein er frá 25. október 2012 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi athugun á starfsemi innri endurskoðunar hjá Arion banka hf., Íslandsbanka hf., Landsbankanum hf. og MP banka hf. í samræmi við 8. og 9. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998. Markmið úttektarinnar var að kanna stöðu og starfsemi innri endurskoðunar og hvort hún samræmist meðal annars viðurkenndum stöðlum alþjóðasamtaka um innri endurskoðun (Standards for the Professional Practice of Internal Auditing (IIA-IPPF)), tilmælum Basel-nefndarinnar um innri endurskoðun (Internal audit in banks and the supervisor‘s relationship with auditors, August 2001) og reglum nr. 700/2011 um kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja.