Meginmál

Stjórnvaldssekt vegna brots á 122. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti

ATH: Þessi grein er frá 12. mars 2009 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Þann 4. desember 2008 tók stjórn Fjármálaeftirlitsins ákvörðun um að sekta Hf. Eimskipafélag Íslands vegna brots á 1. mgr. 122. gr. laga nr. 107/2008 um verðbréfaviðskipti (vvl). Samkvæmt tilmælum Fjármálaeftirlitsins birti félagið þann 5. desember sl. tilkynningu vegna stjórnvaldssektarinnar í Kauphöll Íslands auk þess sem tilkynningin var birt á heimasíðu félagsins sama dag.