Meginmál

Gagnsæistilkynning vegna athugunar á starfsháttum Arion banka hf. í tengslum við B. M. Vallá hf.

ATH: Þessi grein er frá 29. nóvember 2012 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Með bréfi, dags. 23. ágúst sl., barst Fjármálaeftirlitinu (FME) ábending vegna starfshátta Nýja Kaupþings banka hf. (Nú Arion banki hf.) í tengslum við endurskipulagningu og síðar gjaldþrot B. M. Vallár hf. Ábendingin var útfærð nánar í bréfi, dags. 5. september sl.

FME tók ábendinguna til athugunar í samræmi við verklagsreglur eftirlitsins þar að lútandi.