Fjármálaeftirlitið hefur gefið út breytt umræðuskjal nr. 4/2012 og umræðuskjal nr. 14/2012 sem bæði fjalla um áhættustýringu. Hið breytta umræðuskjal nr. 4/2012 eru drög að leiðbeinandi tilmælum um áhættustýringu (eftirlitskerfi) vörsluaðila séreignarsparnaðar. Umræðuskjal nr. 14/2012 er drög að endurútgefnum leiðbeinandi tilmælum um áhættustýringu (eftirlitskerfi) samtryggingardeilda lífeyrissjóða. Hægt er að sjá umræðuskjal nr. 4/2012 hér og umræðuskjal nr. 14/2012 er hér.
Umsagnaraðilar hafa fengið sérstakt dreifibréf með drögunum og eru beðnir um að skila umsögnum rafrænt á sérstöku umsagnareyðublaði sem útbúið hefur verið vegna draga þessara að leiðbeinandi tilmælum. Umræðuskjölin og umsagnareyðublaðið má nálgast á vefsíðu Fjármálaeftirlitsins með því að velja „Lög og tilmæli“-flipann á forsíðu og velja svo flokkinn „Umræðuskjöl“. Umsagnareyðublaðið skal sent á netfangið fme@fme.is.
Þess er óskað að umsagnir berist við fyrstu hentugleika, þó eigi síðar en 2. janúar 2013.
Fjármálaeftirlitið gefur út tvenn drög að leiðbeinandi tilmælum um áhættustýringu lífeyrissjóða og vörsluaðila14. desember 2012
ATH: Þessi grein er frá 14. desember 2012 og er því orðin meira en 5 ára gömul.