Meginmál

Námskeið um sundurliðun fjárfestinga fyrir lífeyrissjóði og vörsluaðila séreignasparnaðar

ATH: Þessi grein er frá 14. desember 2012 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið stendur fyrir námskeiði sem ætlað er fyrir lífeyrissjóði og aðra vörsluaðila séreignasparnaðar.

Námskeiðið verður haldið fimmtudaginn 17. janúar 2013, kl. 14:00 – 16:00. Á námskeiðinu verður m.a. farið yfir nýtt skipulag Fjármálaeftirlitsins, rafræn skýrsluskil og útfyllingu skýrslu um sundurliðun fjárfestinga, fjárfestingaheimildir, flokkun fjárfestinga, nýjar túlkanir Fjármálaeftirlitsins sem snúa að lögum nr. 129/1997 o.fl.

Skráning fer fram á fme@fme.is og stendur yfir til 3. janúar nk.

Þátttakendur eru hvattir til að senda inn fyrirspurnir séu þeir með spurningar um atriði sem þeim finnst óljós. Reynt verður að svara fyrirspurnunum á námskeiðinu og skulu þær berast Fjármálaeftirlitinu eigi síðar en 10. janúar nk.

Nánari upplýsingar veita Karen Íris Bragadóttir karen@fme.is og Arnar Jón Sigurgeirsson arnarjon@fme.is.

Staðsetning verður auglýst þegar nær dregur.