Meginmál

Fjármálaeftirlitið veitir Öldu sjóðum hf. starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða

ATH: Þessi grein er frá 18. desember 2012 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Með vísan til 6. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, tilkynnist hér með að Fjármálaeftirlitið veitti þann 14. desember 2012, Öldu sjóðum hf., kt. 560409-0790, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík, starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða samkvæmt 7. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

Starfsleyfi Öldu sjóða tekur til reksturs verðbréfasjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu samkvæmt 7. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002.