Meginmál

Kaup framkvæmdastjóra á bifreið í eigu Sameinaða lífeyrissjóðsins

ATH: Þessi grein er frá 18. desember 2012 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi, með vísan til 44. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, athugun á sölu bifreiðar í eigu Sameinaða lífeyrissjóðsins til framkvæmdastjóra sjóðsins og lánveitingu til framkvæmdastjóra tengda kaupunum.