Meginmál

Námskeiði frestað

ATH: Þessi grein er frá 16. janúar 2013 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Vegna veikinda starfsmanna Fjármálaeftirlitsins verður því miður að fresta fyrirhuguðu námskeiði í útfyllingu skýrslu um sundurliðun fjárfestinga lífeyrissjóða og vörsluaðila lífeyrissparnaðar, sem fara átti fram á morgun 17. janúar milli kl. 14:00 og 16:00.

Áætlað er að halda námskeiðið þriðjudaginn 22. janúar nk. milli kl. 14:00 og 16:00. Þess er óskað að þátttaka sé staðfest að nýju, en nægilegt er að senda t-póst á fme@fme.is.

Fjármálaeftirlitið biðst afsökunar á þeim óþægindum sem geta orðið vegna framangreindrar frestunar.