Meginmál

Starfsleyfi MP banka aukið

ATH: Þessi grein er frá 22. febrúar 2013 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið samþykkti  þann 14. febrúar 2013, beiðni MP banka hf. um aukið starfsleyfi og var starfsleyfi félagsins endurútgefið með tilliti til þess. Hið aukna starfsleyfi fólst í heimild bankans til að stunda fjármögnunarleigu, sbr. 3. tl. 1. mgr. 20. gr. laga nr. 161/2002.

MP banka hf. fékk starfsleyfi sem viðskiptabanki þann 11. apríl 2011, sbr. eftirfarandi tilkynning: http://www.fme.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/frettir/nr/721.