Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í gær upp dóm í máli Stapa lífeyrissjóðs gegn Fjármálaeftirlitinu um umframeftirlitsgjald vegna mats á hæfi stjórnarmanna Stapa.
Niðurstaða dómsins var að ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um umframeftirlitsgjald var felld úr gildi. Fjármálaeftirlitið skoðar nú forsendur niðurstöðunnar og metur framhaldið.