Fjármálaeftirlitið efndi til fræðslufundar um innherja og innherjaupplýsingar í stjórnsýslunni 23. apríl síðastliðinn. Fyrirlesarar voru Inga Dröfn Benediktsdóttir og Harald Björnsson, starfsmenn vettvangs- og verðbréfaeftirlits Fjármálaeftirlitsins. Fundinn sóttu aðilar frá Seðlabankanum, Íbúðalánasjóði, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu og fleiri stofnunum stjórnsýslunnar. Á fundinum var fjallað um reglur Fjármálaeftirlitsins um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja og leiðbeinandi tilmæli um framkvæmd reglnanna og snertifleti þeirra við starfsmenn og starfsemi stjórnvalda.
Fræðslufundur Fjármálaeftirlitsins um innherja og innherjaupplýsingar í stjórnsýslunni
ATH: Þessi grein er frá 26. apríl 2013 og er því orðin meira en 5 ára gömul.