Meginmál

Fræðslufundur fyrir útgefendur á skipulegum verðbréfamarkaði

ATH: Þessi grein er frá 16. maí 2013 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið mun standa fyrir fræðslufundi fyrir útgefendur á skipulegum verðbréfamarkaði hinn 30. maí næstkomandi í húsakynnum Fjármálaeftirlitsins.

Á fundinum verður farið yfir upplýsingaskyldu útgefenda, reglur nr. 1050/2012 um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja og leiðbeinandi tilmæli nr. 2/2012 um framkvæmd reglna nr. 1050/2012. Að auki verður fjallað um viðurlagamál hjá Fjármálaeftirlitinu, viðurlagaheimildir þess og beitingu þeirra.

Fjármálaeftirlitið hvetur regluverði, staðgengla regluvarða og aðra viðeigandi starfsmenn útgefenda til að mæta til fundarins, sem mun standa frá kl. 13.30-16.30.

Skráning fer fram á fme@fme.is.