Meginmál

Fjármálaeftirlitið endurgreiðir umframeftirlitsgjald

ATH: Þessi grein er frá 28. maí 2013 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp 25. mars 2013, var felld úr gildi ákvörðun stjórnar Fjármálaeftirlitsins um að leggja umframeftirlitsgjald skv. 7. gr. laga nr. 99/1999 á tiltekinn lífeyrissjóð vegna kostnaðar við störf ráðgjafarnefndar eftirlitsins vegna mats á hæfi stjórnarmanna.

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að una dóminum og endurgreiða umræddan kostnað. Stofnunin mun auk þess  endurgreiða öllum þeim aðilum sem greiddu sambærilegt gjald vegna starfa nefndarinnar, en gjaldið var innheimt á árunum 2010 og 2011. Um er að ræða 13 aðila sem fá endurgreiddar samtals tæpar 14 milljónir króna, auk vaxta samkvæmt lögum nr. 29/1995 um greiðslu oftekinna skatta og gjalda.