Meginmál

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á breytingum á upplýsingaskyldu útgefenda samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti sem tóku gildi í mars síðastliðnum

ATH: Þessi grein er frá 28. maí 2013 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

  • Útgefendum ber, samhliða birtingu gagnvart almenningi á Evrópska efnahagssvæðinu, að birta innherjaupplýsingar á heimasíðu sinni í að lágmarki eitt ár.
  • Láti útgefandi, eða aðili af hans hálfu, í eðlilegu sambandi við starf sitt, stöðu eða hlutverk þriðja aðila í té innherjaupplýsingar, ber útgefanda að birta almenningi á Evrópska efnahagssvæðinu upplýsingarnar nema móttakandi upplýsinganna sé bundinn af þagnarskyldu, af lagalegum eða samningsbundnum ástæðum.
  • Útgefendum ber að tilkynna Fjármálaeftirlitinu jafnóðum um ákvarðanir um frestun birtingar innherjaupplýsinga. Tilkynningar þess efnis ber að senda á netfangið fme@fme.is.

Fjármálaeftirlitið beinir því til útgefenda að kynna sér breytingarnar. Nálgast má lög nr. 48/2013 á vef Alþingis hér og uppfærð lög nr. 108/2007 hér.

Frekari upplýsingar veitir Sigurður G. Valgeirsson í símum 520 3700 og 840 3861.