Ársfundur Fjármálaeftirlitsins var haldinn í Salnum í Kópavogi nú síðdegis. Á fundinum var Ársskýrsla Fjármálaeftirlitsins 2013 kynnt. Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins og Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri fluttu bæði ávarp þar sem þau fjölluðu um helstu áherslur í starfi stofnunarinnar.
Til fundarins var meðal annars boðið ýmsum samstarfsaðilum Fjármálaeftirlitsins, helstu stjórnendum fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða, vátryggingafélaga og fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllinni, auk annarra aðila sem heyra undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins.
Ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins 2013 má sjá hér.