Meginmál

Fræðslufundur fyrir útgefendur á skipulegum verðbréfamarkaði

ATH: Þessi grein er frá 3. júní 2013 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið stóð fyrir fræðslufundi fyrir útgefendur hinn 30. maí síðastliðinn. Fundurinn var vel sóttur af regluvörðum og öðrum starfsmönnum útgefenda. Umfjöllunarefni fundarins var meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja sem og upplýsingaskylda útgefenda. Fyrirlesarar voru Elsa Karen Jónasdóttir og Inga Dröfn Benediktsdóttir, starfsmenn vettvangs- og verðbréfaeftirlits Fjármálaeftirlitsins.

Kynningar af fundinum má nálgast hér.