Meginmál

ESMA stuðlar að alþjóðasamstarfi í eftirliti með fagfjárfestasjóðum

ATH: Þessi grein er frá 4. júní 2013 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

ESMA hefur birt á heimasíðu sinni fréttatilkynningu um samstarfssamninga á milli evrópskra verðbréfaeftirlita og 34 annarra eftirlitsstofnana í þriðju ríkjum vegna eftirlits með fagfjárfestasjóðum, þar með talið vogunarsjóðum, framtakssjóðum og fasteignasjóðum. Um er að ræða samninga um samstarf á milli allra 27 aðildarríkja Evrópusambandsins og eftirlita í Króatíu, Íslandi, Liechtenstein og Noregi, við verðbréfaeftirlit ríkja utan Evrópusambandsins. Hægt er að sjá fréttatilkynninguna hér.