Hinn 23. apríl síðastliðinn hélt Fjármálaeftirlitið fræðslufund fyrir stjórnvöld. Þar voru reglur Fjármálaeftirlitsins nr. 1050/2012 um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja til umfjöllunar ásamt leiðbeinandi tilmælum nr. 2/2012 um framkvæmd reglnanna. Í kjölfarið sendi Fjármálaeftirlitið stjórnvöldum dreifibréf þar sem tekið var á helstu atriðum viðvíkjandi stjórnvöld og reglurnar. Dreifibréfið má finna hér.
Dreifibréf um reglur um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja
ATH: Þessi grein er frá 24. júní 2013 og er því orðin meira en 5 ára gömul.