Meginmál

Eftirfylgni vegna heildarathugunar Fjármálaeftirlitsins hjá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja

ATH: Þessi grein er frá 26. júní 2013 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi heildarathugun á starfsemi Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja. Í kjölfar athugunarinnar ritaði Fjármálaeftirlitið skýrslu þar sem fram komu athugasemdir eftirlitsins og kröfur um úrbætur er skyldi vera lokið innan tiltekinna tímamarka. Í kjölfarið, eða þann 8. apríl 2013, birti Fjármálaeftirlitið gagnsæistilkynningu þar sem gerð var grein fyrir helstu athugasemdum stofnunarinnar við starfsemi félagsins.

 

Hér má finna niðurstöðu úttektar á úrbótum sem settar voru fram í skýrslunni.