Fara beint í Meginmál

Skýrslur um góða viðskiptahætti á vátryggingamarkaði í umsagnarferli28. júní 2013

EIOPA (Evrópska  eftirlitsstofnunin á vátrygginga- og lífeyrissjóðamarkaði) óskar eftir umsögnum um tvær skýrslur sem stofnunin hefur gefið út um viðskiptahætti á vátryggingamarkaði.

Annars vegar er um að ræða skýrslu um samanburðarvefsíðu um vörur á vátryggingamarkaði.  Hins vegar er skýrsla um þekkingu og hæfni dreifingaraðila vátryggingaafurða.

Umsagnarferlið er opið til 20. september 2013. Sjá má frétt um málið á heimasíðu EIOPA. Þar er  skýrslurnar einnig að finna.