Meginmál

Nýtt eintak Fjármála komið út

ATH: Þessi grein er frá 20. ágúst 2013 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Nýtt eintak af Fjármálum, vefriti Fjármálaeftirlitsins, er komið út. Meðal efnis má nefna greinina: Eru fjárfestingarsjóðir að rétta úr kútnum? eftir Kristján Andrésson, sérfræðing í fjárhagslegu eftirliti. Þá fjallar Hjálmar Stefán Brynjólfsson, lögfræðingur á eftirlitssviði um CRD IV og fleiri lagabreytingar á evrópskum fjármálamarkaði í nálægri framtíð. Að lokum fjallar Sigurður Freyr Jónatansson, sérfræðingur í áhættugreiningu um evrópsku eftirlitsstofnanirnar og aðkomu Íslands.