Fjármálaeftirlitið hefur kynnt drög að nýjum reglum um stórar áhættuskuldbindingar hjá fjármálafyrirtækjum, en stórar áhættuskuldbindingar eru skilgreindar sem áhættuskuldbindingar vegna einstaks viðskiptamanns eða tengdra aðila, sem nema um 10% eða meira af eiginfjárgrunni fjármálafyrirtækis. Með nýju reglunum eru innleidd ákvæði í tilskipun Evrópusambandsins sem breytt var í tengslum við innleiðingu á Basel 2 reglum í tilskipanir Evrópusambandsins.
Breytingar frá gildandi reglum tengjast fyrst og fremst breytingum á eiginfjárákvæðum vegna innleiðingar á Basel 2 reglum en FME kynnti drög að þeim reglum í lok árs 2006.
Umræðuskjalið er aðgengilegt á heimasíðu FME.