Fara beint í Meginmál

Afsal leyfa til reksturs markaðstorgs fjármálagerninga19. september 2013

Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt afsal starfsleyfa Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og Landsbankans hf. til reksturs markaðstorgs fjármálagerninga. Með samþykkinu fellur niður heimild bankanna til að stunda umrædda starfsemi á grundvelli g-liðar 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. og h-liðar 1. tölul. 1. mgr. 25. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Fjármálaeftirlitið samþykkti afsal leyfanna í kjölfar þess að stjórnir bankanna samþykktu með ótvíræðum hætti að afsala sér þeim.