Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt afsal starfsleyfa Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og Landsbankans hf. til reksturs markaðstorgs fjármálagerninga. Með samþykkinu fellur niður heimild bankanna til að stunda umrædda starfsemi á grundvelli g-liðar 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. og h-liðar 1. tölul. 1. mgr. 25. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Fjármálaeftirlitið samþykkti afsal leyfanna í kjölfar þess að stjórnir bankanna samþykktu með ótvíræðum hætti að afsala sér þeim.
Afsal leyfa til reksturs markaðstorgs fjármálagerninga
ATH: Þessi grein er frá 19. september 2013 og er því orðin meira en 5 ára gömul.